Guðmundur Ágústsson

Guðmundur Ágústsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Borgaraflokkur).

Formaður þingflokks Borgaraflokksins 1989–1991.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. ágúst 1958. Foreldrar: Ágúst Jóhannesson (fæddur 23. nóvember 1930, dáinn 16. maí 1963) trésmíðameistari og kona hans Ólöf Vilhjálmsdóttir (fædd 13. september 1931, dáin 27. febrúar 2012) húsmóðir. Stjúpfaðir: Garðar Jónsson (fæddur 19. október 1931) sjómaður. Maki (14. september 1979): Sigríður Sigurðardóttir (fædd 22. mars 1958) fóstra. Foreldrar: Sigurður Sigfússon og kona hans Anna María Þórisdóttir. Börn: Anna Huld (1979), Ólöf Heiða (1984), Auður Ösp (1986), Andri (1990).

Stúdentspróf MH 1978. Lögfræðipróf HÍ 1983. Hdl. 1985.

Fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Guðjóns Ármanns Jónssonar 1983–1986. Hefur rekið eigin lögmannsstofu 1986–1987 og síðan 1991.

Varaformaður Orators, félags laganema, 1981–1982. Formaður Umferðarráðs 1989–1991. Í stjórn Bifreiðaskoðunar Íslands hf. 1991–1994.

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Borgaraflokkur).

Formaður þingflokks Borgaraflokksins 1989–1991.

Æviágripi síðast breytt 16. september 2019.

Áskriftir