Guðmundur Brandsson

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1849–1861. Þjóðfundarmaður 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Kirkjuvogi í Höfnum 26. september 1814, dáinn 11. október 1861, drukknaði á heimleið úr Hafnarfirði. Foreldrar: Brandur Guðmundsson (fæddur 20. september 1771, dáinn 16. júní 1845) bóndi þar og kona hans Gróa Hafliðadóttir (fædd 6. febrúar 1776, dáin 27. ágúst 1855). Maki (21. maí 1840): Margrét Egilsdóttir (skírð 26. júlí 1817, dáin 26. júlí 1878) húsmóðir. Foreldrar: Egill Guðmundsson og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Synir: Guðmundur (1841), Brandur (1843), Egill (1849), Guðmundur (1856).

  Bóndi í Landakoti á Vatnsleysuströnd frá 1840 til æviloka.

  Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1849–1861. Þjóðfundarmaður 1851.

  Æviágripi síðast breytt 5. ágúst 2015.