Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1852–1858 og 1869–1882 (endurkjörinn 1858, en kom ekki til þings á kjörtímabilinu). Þjóðfundarmaður 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Skáleyjum 25. (konungbók 27.) mars 1816, dáinn 31. október 1882. Foreldrar: Einar Ólafsson (fæddur um 1760, dáinn 17. júlí 1843) bóndi þar og kona hans Ástríður Guðmundsdóttir (fædd um 1771, dáin 3. desember 1865) húsmóðir. Tengdafaðir Skúla Thoroddsens alþingismanns. Maki (3. nóvember 1843) Katrín Ólafsdóttir Sívertsen (fædd 3. júní 1823, dáin 9. júní 1903) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Sívertsen alþingismaður og kona hans Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir. Systir Eiríks Ó. Kúlds alþingismanns. Börn: Ólafur (1844), Þórhildur (1845), Ástríður (1846), Ástríður (1847), Ólafur (1849), Jóhanna Friðrika (1850), Rögnvaldur (1851), Hildiþór (1852), Einar (1854), Daníel (1855), Ásthildur Jóhanna (1857), Theodora (1860), Ólafur Sívertsen (1861), Theodora Friðrika (1863), Eiríkur Kúld (1866).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1838.

    Skrifari og kennari hjá Eiríki Sverrissyni sýslumanni í Kollabæ í Fljótshlíð. Vígðist 1842 aðstoðarprestur Ólafs Sívertsens í Flatey, sat í Skáleyjum og gegndi Múlasókn á Skálmarnesi. Fékk Kvennabrekku 1848, Breiðabólstað á Skógarströnd 1868 og hélt til æviloka. Prófastur í Dalaprófastsdæmi 1864–1869.

    Alþingismaður Dalamanna 1852–1858 og 1869–1882 (endurkjörinn 1858, en kom ekki til þings á kjörtímabilinu). Þjóðfundarmaður 1851.

    Æviágripi síðast breytt 5. ágúst 2015.

    Áskriftir