Guðmundur Hallvarðsson

Guðmundur Hallvarðsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 7. desember 1942. Foreldrar: Hallvarður Hans Rósinkarsson (fæddur 14. maí 1904, dáinn 6. mars 1975) vélstjóri þar og kona hans Guðfinna Lýðsdóttir (fædd 4. maí 1904, dáin 9. maí 1991) húsmóðir. Maki (8. október 1966) Hólmfríður María Óladóttir (fædd 19. september 1946) hárgreiðslumeistari. Foreldrar: Óli Björgvin Jónsson og kona hans Guðný Guðbergsdóttir. Börn: Óli Björgvin (1964), Guðný María (1969), Davíð Stefán (1975).

Farmannapróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966.

Fiskvinna og sjómennska á ýmsum fiskiskipum, varðskipum og kaupskipum 1956–1965. Stýrimaður á vitaskipinu Árvakri 1965–1970. Í afleysingum 1980–1985 fáeinar ferðir á ári sem háseti eða stýrimaður á fiskiskipum og kaupskipum. Starfsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur 1972–1991.

Forstöðumaður Siglingaklúbbs (Siglunes) Æskulýðsráðs Reykjavíkur í Nauthólsvík 1969–1976. Í stjórn Stýrimannafélags Íslands 1970–1972. Í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur síðan 1972, formaður félagsins 1978–1994, ritari frá 1994. Í stjórn Sjómannasambands Íslands frá 1976–1992, varaformaður sambandsins 1980–1992. Í miðstjórn ASÍ 1984–1992. Í stjórn Fulltrúaráðs sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði frá 1984, formaður frá 1993 og jafnframt stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna og Happdrættis DAS. Forstjóri Hrafnistu Hafnarfirði 1992–1993. Skip. 1977 í nefnd til að semja frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í skipum, 1978 í nefnd til að endurskoða lög um atvinnuréttindi vélstjóra og skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, 1981 í nefnd til að endurskoða siglingalög og sjómannalög og í nefnd til að endurskoða ákvæði siglingalaga um björgun, 1985 í nefnd til að endurskoða lög um Siglingamálastofnun ríkisins og í nefnd til að endurskoða lög um stýrimannaskólana í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Í skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins 1978, í framkvæmdastjórn flokksins 1980–1981, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og í miðstjórn 1989–1991. Í stjórn Skálatúnsheimilisins 1979–1988. Í vitanefnd frá 1981–1996. Í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna frá 1981–1999. Meðdómari í Siglingadómi 1984–1991. Varaformaður stjórnar Reykjavíkurhafnar 1982–1986, formaður hafnarstjórnar 1986–1994. Í stjórn Hjúkrunarheimilisins Skjóls frá 1986. Í stjórn Sparisjóðs vélstjóra 1987–1995. Í bygginganefnd Hjúkrunarheimilisins Eirar 1989–1994 og í byggingarnefnd aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar 1990–1994. Í samráðshópi um stofnun Aflvaka Reykjavíkur 1991, í stjórn Aflvaka Reykjavíkur 1992–1994. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1991–1995. Sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1993. Í nefnd til að endurskoða lög um þjóðfána Íslendinga 1995. Í siglingaráði frá 1997. Formaður þingmannanefndar um tillögugerð að stefnumarkandi áætlun í öryggismálum sjómanna 1997–1998. Formaður nefndar um mótun tillagna um sveigjanleg starfslok 2001–2002.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Heilbrigðis- og trygginganefnd 1991–1999, sjávarútvegsnefnd 1991–2003, samgöngunefnd 1999–2007 (formaður 2001–2007), kjörbréfanefnd 1999–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2000, fjárlaganefnd 2003–2004 og 2005–2006, landbúnaðarnefnd 2003–2007, iðnaðarnefnd 2004–2005.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1999–2003.

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir