Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1874–1880.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Setbergi við Hafnarfjörð 3. apríl 1825, dáinn 11. nóvember 1889. Foreldrar: Ólafur Stefánsson (fæddur 3. desember 1792, dáinn 21. júní 1859) bóndi þar og kona hans Guðrún Gísladóttir (skírð 18. október 1799, dáin 2. mars 1851) húsmóðir. Maki (17. maí 1853): Vigdís Magnúsdóttir Waage (fædd 20. september 1830, dáin 17. febrúar 1902) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Jónsson Waage og kona hans Guðrún Eggertsdóttir. Börn: Kristófer Júlíus (1856), Magnús (1860), Ólafur (1861), Stefán (1864), Guðrún (1868), Þóra (1871).

  Nam búfræði í Danmörku 1847–1851.

  Bóndi í Hvammkoti í Seltjarnarneshreppi 1853–1856, Gröf í Skilmannahreppi 1856–1867, Fitjum í Skorradal frá 1867 til æviloka.

  Alþingismaður Borgfirðinga 1874–1880.

  Æviágripi síðast breytt 5. ágúst 2015.