Guðrún J. Halldórsdóttir

Guðrún J. Halldórsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1990–1991 og 1994–1995 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar 1986, mars og október–nóvember 1988, febrúar 1992, febrúar–mars og nóvember 1993, apríl og maí 1994 (Samtök um kvennalista).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 28. febrúar 1935, dáin 2. maí 2012. Foreldrar: Halldór Jónsson (fæddur 6. maí 1894, dáinn 11. september 1968) trésmiður og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir (fædd 4. janúar 1900, dáin 24. nóvember 1952) húsmóðir, sonarsonardóttir Ólafs Jónssonar alþingismanns.

Stúdentspróf MR 1955. Las íslensk fræði við Háskóla Íslands 1955–1957. Kennarapróf KÍ 1962. BA-próf í dönsku og sagnfræði HÍ 1967.

Starfsstúlka í eldhúsi Vífilsstaðahælis sumurin 1950–1953. Starfsmaður Landsbanka Íslands 1954–1961. Kennari við Lindargötuskóla 1962–1972. Stundakennari við Tollskóla Íslands 1972–1990. Forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur frá 1972.

Hvatamaður að stofnun Félags dönskukennara og formaður þess 1973–1982. Í stjórn Skálholtsskólafélagsins frá stofnun þess og í stjórn skólanefndar Skálholtsskóla meðan lýðháskólinn starfaði sem slíkur. Einn af stofnendum Dyslexíufélagsins og í stjórn þess frá upphafi. Sat í atvinnumálanefnd Reykjavíkur í nokkur ár.

Alþingismaður Reykvíkinga 1990–1991 og 1994–1995 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar 1986, mars og október–nóvember 1988, febrúar 1992, febrúar–mars og nóvember 1993, apríl og maí 1994 (Samtök um kvennalista).

Tók saman nokkrar kennslubækur í dönsku árin 1969–1979 og hefur skrifað greinar í tímarit og blöð um fræðslumál og stjórnmál.

Ritstjóri: Soroptimistafregnir.

Æviágripi síðast breytt 8. október 2019.

Áskriftir