Anna Ólafsdóttir Björnsson

Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1989–1995 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reyknesinga mars 1988 (Samtök um kvennalista).

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1991–1992.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 4. júní 1952. Foreldrar: Ólafur Sveinsson Björnsson (fæddur 3. nóvember 1919, dáinn 4. nóvember 1968) lögfræðingur, sonur Sveins Björnssonar forseta Íslands og alþingismanns, og kona hans Þórunn Árnadóttir (fædd 19. júní 1929) mynd- og handmenntakennari. (Ættarskrá VII.) Maki (24. maí 1980): Ari Sigurðsson (fæddur 5. ágúst 1954) verkstjóri. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og kona hans Sæunn Andrésdóttir. Börn: Jóhanna (1977), Ólafur (1979).

Stúdentspróf MR 1972. BA-próf í sagnfræði og almennri bókmenntasögu HÍ 1978. Cand. mag. í sagnfræði HÍ 1985. Nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1972–1974. Nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1980–1988.

Kennari við Garðaskóla í Garðabæ 1976–1977. Útvarpsstörf síðan 1978. Blaðamaður á Vikunni 1980–1985. Lausráðinn blaðamaður 1985–1989.

Í hreppsnefnd Bessastaðahrepps 1986–1989. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991 og á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1992 og 1993. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1994–1995.

Alþingismaður Reyknesinga 1989–1995 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reyknesinga mars 1988 (Samtök um kvennalista).

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1991–1992.

Tók saman afmælisritið Myndlistaskólinn í Reykjavík 1947–1987 (1987), auk bókarkafla og greina birtra innan lands og erlendis.

Ritstjóri: Heilsuvernd (1988).

Æviágripi síðast breytt 19. janúar 2015.