Halldór Daníelsson

Halldór Daníelsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1894–1900.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Fróðastöðum í Hvítársíðu 6. júlí 1853, dáinn 4. apríl 1929. Foreldrar: Daníel Jónsson (fæddur 13. ágúst 1802, dáinn 20. janúar 1890) bóndi þar, langafi Ingibjargar Daníelsdóttur varaþingmanns, og kona hans Sigríður Halldórsdóttir (fædd 14. ágúst 1818, dáin 4. nóvember 1912) húsmóðir. Maki (10. nóvember 1886): Marín Jónsdóttir (fædd 30. ágúst 1835, dáin 20. janúar 1906) húsmóðir. Foreldrar: Jón Halldórsson og kona hans Marín Guðmundsdóttir.

  Bóndi í Langholti í Bæjarsveit 1886–1900, fór þá til Vesturheims. Bóndi í Big-Point-byggð 1900–1921 og í Langruth 1921–1923. Dvaldist síðustu æviár sín á elliheimilinu Gimli.

  Heppstjóri Andakílshrepps 1887–1900 og oddviti 1889–1900.

  Alþingismaður Mýramanna 1894–1900.

  Æviágripi síðast breytt 4. september 2015.