Halldór Jónsson

Halldór Jónsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1845–1849, alþingismaður Norður-Múlasýslu 1858–1874 (sat ekki þingin 1861, 1867, 1871, 1873). Konungkjörinn þjóðfundarmaður 1851.

Forseti Alþingis 1863.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Ytrahóli á Skagaströnd 25. febrúar 1810, dáinn 17. júlí 1881. Foreldrar: Jón Pétursson (fæddur 7. september 1777, dáinn 8. desember 1842) síðar prófastur í Steinnesi og kona hans Elísabet Björnsdóttir (fædd um 1782, dáin 16. febrúar 1851) húsmóðir. Bróðir Ólafs Jónssonar alþingismanns og mágur Sveins Níelssonar alþingismanns og Þórarins Böðvarssonar alþingismanns. Faðir Lárusar Halldórssonar alþingismanns. Maki 1 (6. júní 1841): Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður Gunnlaugsdóttir (fædd 9. maí 1824, dáin 12. ágúst 1856) húsmóðir. Foreldrar: Gunnlaugur Oddsson og kona hans Þórunn Björnsdóttir. Maki 2 (23. ágúst 1859): Valgerður Ólafsdóttir Finsen (fædd 16. mars 1833, dáin 25. júlí 1894) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Finsen og kona hans María Nikolína Óladóttir, fædd Möller. Börn Halldórs og Gunnþórunnar: Gunnlaugur Jón (1844), Þórunn Elísabet (1845), Gunnlaugur Jón Ólafur (1848), Jón Gunnlaugur (1849), Lárus Halldór (1851), Guðrún Ingibjörg Ragnheiður (1852), Þorsteinn Jósef (1854), Ólafur Þorsteinn (1855), Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður (1856).

  Stúdent hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti 1831. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1840.

  Skrifari hjá Ólafi sýslumanni Finsen 1831–1834 og síðan eitt ár hjá Krieger stiftamtmanni. Fékk Glaumbæ í Skagafirði 1840, Hof í Vopnafirði 1849 og hélt til æviloka. Prófastur í Skagafjarðarsýslu 1841–1849 og prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi 1854–1879.

  Konungkjörinn alþingismaður 1845–1849, alþingismaður Norður-Múlasýslu 1858–1874 (sat ekki þingin 1861, 1867, 1871, 1873). Konungkjörinn þjóðfundarmaður 1851.

  Forseti Alþingis 1863.

  Æviágripi síðast breytt 29. nóvember 2016.