Hallgrímur Benediktsson

Hallgrímur Benediktsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1945–1949 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 20. júlí 1885, dáinn 26. febrúar 1954. Foreldrar: Benedikt Jónsson (fæddur 15. maí 1833, dáinn 18. nóvember 1925) bóndi og trésmiður á Refsstað og að Rjúpnafelli í Vopnafirði og 2. kona hans Guðrún Björnsdóttir (fædd 3. febrúar 1864, dáin 16. október 1929) húsmóðir. Faðir Geirs Hallgrímssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (6. júlí 1918): Áslaug Geirsdóttir Zoëga (fædd 14. ágúst 1895, dáin 15. ágúst 1967) húsmóðir. Foreldrar: Geir T. Zoëga og kona hans Bryndís Sigurðardóttir Zoëga, fædd Johnsen, dótturdóttir Brynjólfs Benedictsens þfm. Börn: Ingileif Bryndís (1919), Björn (1921), Geir (1923), Geir (1925).

Stundaði nám í Verslunarskólanum í Reykjavík 1905–1906.

Póstmaður í Reykjavík 1906–1907. Verslunarmaður þar 1907–1911. Stofnaði 1911 umboðs- og heildverslun í Reykjavík og rak hana einn til 1921, í félagi við Hallgrím Tulinius 1921–1939 (H. Benediktsson & Co.), síðan einn aftur til æviloka.

Sigurvegari í Konungsglímunni á Þingvöllum 1907. Í stjórn Eimskipafélags Íslands 1921–1954, síðast formaður. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1926–1930 og 1946–1954, forseti bæjarstjórnar 1952–1954. Í stjórn Árvakurs hf. 1928– 1954, formaður frá 1952. Í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna 1928–1934 og í stjórn Verslunarráðs Íslands 1931–1950, formaður 1934–1949. Í stjórn Nóa-Síríusar hf. 1930–1954 og Ræsis hf. 1942–1954. Í stjórn Shell á Íslandi hf., síðar Skeljungs, 1937–1954. Átti sæti í landsbankanefnd 1948–1954.

Alþingismaður Reykvíkinga 1945–1949 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 11. ágúst 2020.

Áskriftir