Hallgrímur Jónsson

Hallgrímur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1869–1874.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur að Ási í Melasveit 19. nóvember 1826, dáinn 18. janúar 1906. Foreldrar: Jón Hallgrímsson (fæddur 1775, dáinn 3. nóvember 1841) síðar bóndi á Melaleiti og kona hans Halldóra Sigurðardóttir (fædd 11. júní 1796, dáin 12. febrúar 1857) húsmóðir. Maki (11. júlí 1853): Margrét Jónsdóttir (fædd 22. júlí 1816, dáin 2. júlí 1903) húsmóðir. Foreldrar: Jón Ólafsson og Guðbjörg Tómasdóttir. Börn: Halldóra (1855), Guðbjörg (1856), Magnús (1857), Jón (1860). Sonur Hallgríms og Guðfinnu Jónsdóttur: Sveinn (1848).

    Bóndi í Miðteigi, er hann nefndi Guðrúnarkot, á Akranesi frá 1854 til æviloka.

    Hreppstjóri.

    Alþingismaður Borgfirðinga 1869–1874.

    Æviágripi síðast breytt 7. september 2015.

    Áskriftir