Hallgrímur Sveinsson

Hallgrímur Sveinsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1885–1887 og 1893–1905 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri).

Forseti sameinaðs þings 1897–1899. Varaforseti efri deildar 1903.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Blöndudalshólum 5. apríl 1841, dáinn 16. desember 1909. Foreldrar: Sveinn Níelsson (fæddur 14. ágúst 1801, dáinn 17. janúar 1881) alþingismaður og 2. kona hans Guðrún Jónsdóttir (fædd 27. mars 1807, dáin 10. júní 1873) húsmóðir. Maki (16. september 1871): Elina Marie Bolette, fædd Fevejle (fædd 12. júní 1847, dáin 14. júní 1934) húsmóðir. Faðir: Fr. Chr. F. Fevejle. Börn: Friðrik (1872), Guðrún (1875), Sveinn (1876), Ágústa (1877).

  Stúdentspróf Lsk. 1863. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1870. Stundaði nám við Pastoralseminariet í Kaupmannahöfn 1870–1871.

  Dómkirkjuprestur í Reykjavík 1871–1889. Biskup yfir Íslandi 1889–1908.

  Formaður handbókanefndar og biblíunefndar.

  Konungkjörinn alþingismaður 1885–1887 og 1893–1905 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri).

  Forseti sameinaðs þings 1897–1899. Varaforseti efri deildar 1903.

  Ritstjóri: Kirkjutíðindi fyrir Ísland (1878–1879).

  Æviágripi síðast breytt 7. september 2015.