Helgi Hálfdanarson

Helgi Hálfdanarson

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1861–1864, alþingismaður Vestmanneyinga 1869–1874.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur að Rúgsstöðum í Eyjafirði 19. ágúst 1826, dáinn 2. janúar 1894. Foreldrar: Hálfdan Einarsson (fæddur 28. febrúar 1801, dáinn 8. nóvember 1865) síðast prófastur á Eyri í Skutulsfirði og 1. kona hans Álfheiður Jónsdóttir (fædd 25. júní 1794, dáin 24. júlí 1833) húsmóðir. Föðurbróðir Hálfdanar Guðjónssonar alþingismanns. Langafi Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns og ráðherra. Maki (15. júní 1855): Þórhildur Tómasdóttir (fædd 28. september 1835, dáin 29. janúar 1923) húsmóðir. Foreldrar: Tómas Sæmundsson og kona hans Sigríður Þórðardóttir. Börn: Sigríður (1856), Tómas (1857), Tómas (1858), Hálfdan (1860), Sigríður (1862), Tómas (1863), Guðrún (1864), Jón (1866), Ólafur (1867), Álfheiður Helga (1868), Ingibjörg (1870), Anna (1871), Þórdís (1874).

    Stúdentspróf Lsk. 1848. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1854.

    Við kennslustörf í Reykjavík 1854–1855. Fékk Kjalarnesþing 1855, sat að Hofi, fékk Garða á Álftanesi 1858. Skipaður 1867 kennari við Prestaskólann. Skipaður 1885 forstöðumaður hans (lektor) og gegndi því embætti til æviloka.

    Formaður sálmabókarnefndar 1878–1886.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1861–1864, alþingismaður Vestmanneyinga 1869–1874.

    Samdi ýmis kristileg rit. Sálmaskáld.

    Æviágripi síðast breytt 9. september 2015.

    Áskriftir