Helgi Helgason

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1845–1850.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Vogi á Mýrum 9. júlí 1783, dáinn 15. desember 1851. Foreldrar: Helgi Helgason (fæddur um 1741, dáinn 20. júlí 1819) bóndi þar og kona hans Elín Egilsdóttir (fædd um 1745, dáin 6. desember 1827) húsmóðir. Langafi Bjarna Ásgeirssonar alþingismanns og ráðherra og langalangafi Hjartar E. Þórarinssonar varaþingmanns. Tengdafaðir Þórarins Kristjánssonar þjóðfundarmanns. Maki (1814): Ingibjörg Jónsdóttir (fædd um 1784, dáin 18. nóvember 1852) húsmóðir. Foreldrar: Jón Sigurðsson og kona hans Arnfríður Árnadóttir. Börn: Elín (1816), Ingibjörg (1817), Sigríður (1819), Helgi (1822), Rannveig (1823), Sigurður (1825).

  Bóndi í Vogi á Mýrum frá 1815 til æviloka.

  Hreppstjóri.

  Alþingismaður Mýramanna 1845–1850.

  Æviágripi síðast breytt 9. september 2015.