Hermann Guðmundsson

Hermann Guðmundsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Hafnfirðinga) 1946–1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 15. júní 1914, dáinn 27. febrúar 1992. Foreldrar: Guðmundur Guðlaugsson (fæddur 16. febrúar 1888, dáinn 10. nóvember 1944) vélstjóri og kona hans Marsibil Eyleifsdóttir (fædd 2. mars 1891, dáin 25. september 1968) húsmóðir. Maki (3. október 1936) Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir (fædd 25. mars 1916, dáin 8. október 2006) húsmóðir. Foreldrar: Erlendur Jónsson og kona hans Þórunn Jónsdóttir. Börn: Guðmundur Erlendur (1936), Baldvin (1941), Auður (1948).

Gagnfræðapróf Flensborgarskóla 1932.

Verkamaður og sjómaður í Hafnarfirði. Erindreki Sjálfstæðisflokksins 1939–1942. Framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands 1951–1985.

Formaður Knattspyrnufélagsins Hauka 1933–1938. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1942–1943. Formaður Verkamannafélagsins Hlífar 1940–1952 og 1954–1978. Forseti Alþýðusambands Íslands 1944–1948. Skipaður 1943 í kjötverðlagsnefnd. Í íþróttanefnd ríkisins 1946–1952, formaður 1946–1949. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1955–1983. Skipaður 1958 í endurskoðunarnefnd laga um Íþróttakennaraskóla Íslands og 1971 í endurskoðunarnefnd laga um orlof. Formaður stjórnar Sparisjóðs alþýðu 1966–1970. Formaður bankaráðs Alþýðubankans 1970–1976. Formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði 1977–1992.

Landskjörinn alþingismaður (Hafnfirðinga) 1946–1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 29. september 2015.

Áskriftir