Hermann Jónasson

Hermann Jónasson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1900–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Víðikeri í Bárðardal 22. október 1858, dáinn 6. desember 1923. Foreldrar: Jónas Hallgrímsson (fæddur 28. janúar 1822, dáinn 13. apríl 1870) bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 30. október 1826, dáin 22. júlí 1894) húsmóðir. Maki (13. júní 1888): Guðrún Jónsdóttir (fædd 1. maí 1863, dáin vestan hafs) húsmóðir. Foreldrar: Jón Sigurðsson og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir. Börn: Sigríður (1889), Hallgrímur (1892).

Búfræðipróf Hólum 1884. Var síðan í Danmörku um skeið, við nám í landbúnaðarháskólanum þar í sex mánuði.

Vinnumaður og lausamaður til 1882. Skólastjóri Alþýðuskólans í Hléskógum í Höfðahverfi 1887–1888. Skólastjóri Búnaðarskólans á Hólum 1888–1896. Bóndi á Þingeyrum 1896–1905. Ráðsmaður Laugarnesspítala 1905–1910. Lagði síðan stund á ritstörf. Dvaldist í Ólafsvík og Reykjavík til skiptis 1910–1917, í Vesturheimi 1917–1922 og síðan í Reykjavík til æviloka.

Var erlendis veturinn 1903–1904, sendur af Búnaðarfélagi Íslands til þess að kynna sér meðferð á saltkjöti og leita því markaðar. Stofnandi Búnaðarritsins 1887. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1906 og 1907.

Alþingismaður Húnvetninga 1900–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Samdi rit um drauma og dulrúnir og greinar um búnaðarmál.

Ritstjóri: Búnaðarrit (1887–1899).

Æviágripi síðast breytt 5. október 2015.

Áskriftir