Hreggviður Jónsson

Hreggviður Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1987–1991 (Borgaraflokkur, Frjálslyndi hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 26. desember 1943, dáinn 25. apríl 2013. Foreldrar: Jón Guðjónsson (fæddur 14. apríl 1910, dáinn 21. september 1977) vélstjóri og kona hans Kristín Pálsdóttir (fædd 26. mars 1912, dáin 29. janúar 1974) húsmóðir.

Stúdentspróf VÍ 1965. Fyrrihlutapróf í lögfræði við HÍ, en hvarf frá námi.

Stundaði ýmis störf frá 1965. Var framkvæmdastjóri félagasamtaka. Vann nokkur ár hjá Reykjavíkurborg og við skipamiðlun og útgerð. Framkvæmdastjóri Skálatúnsheimilisins 1981–1988. Starfsmaður heildsölunnar Satúrnusar hf. frá 1991.

Í stjórn KSÍ 1970–1972. Í áfengisvarnanefnd Reykjavíkur 1970–1986. Í Íþróttadómstól ÍSÍ 1971–1995. Framkvæmdastjóri fyrir „Varið land“ 1974. Í heilbrigðisráði Reykjaneshéraðs 1981–1987. Í stjórn Skíðasambands Íslands 1977–1988, formaður frá 1980. Í framkvæmdastjórn Ólympíunefndar Íslands 1981–1993. Sat þing Evrópuráðsins sem varafulltrúi 1987–1990. Í Norðurlandaráði 1989–1991. Sat sem varafulltrúi þing Vestnorræna þingmannaráðsins í Færeyjum 1990.

Alþingismaður Reyknesinga 1987–1991 (Borgaraflokkur, Frjálslyndi hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 20. nóvember 2019.