Indriði Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Dalasýslu 1859–1863 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Ytra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði 14. janúar 1822, dáinn 10. maí 1898. Foreldrar: Gísli Konráðsson (fæddur 18. júní 1787, dáinn 2. febrúar 1877) bóndi þar og fræðimaður og 1. kona hans Evfemía Benediktsdóttir (fædd 1778, dáin 23. mars 1847) húsmóðir. Móðurbróðir Indriða Einarssonar alþingismanns. Maki 1 (6. október 1846): Anna María Guðmundsdóttir (fædd 3. apríl 1820, dáin 9. júní 1890) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson og kona hans Ragnheiður Arnþórsdóttir. Maki 2 (3. maí 1894): Ragnheiður Árnadóttir (fædd 16. janúar 1859, dáin 5. maí 1933) húsmóðir. Foreldrar: Árni Jónsson og kona hans Sigurlaug Sigvaldadóttir. Börn Indriða og Önnu Maríu: Ragnheiður (1849), Evfemía (1853), Filippía (1855), Aðalbjartur (1856), Ásgeir (1858), Indriði (1860), Ólafur (1862), Signý (1865). Sonur Indriða og Ragnheiðar: Sigvaldi (1892).

  Bóndi á Húsabakka í Skagafirði 1847–1850, í Bæ í Króksfirði 1850–1852, á Hvoli í Saurbæ 1852–1883 og 1887–1898, Hvolsseli í Svínadal 1883–1887.

  Alþingismaður Dalasýslu 1859–1863 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 13. október 2015.

  Áskriftir