Ingibjörg H. Bjarnason

Ingibjörg H. Bjarnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1922–1930 (Kvennalistinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1925–1927.

Minningarorð

Æviágrip

Fædd á Þingeyri við Dýrafjörð 14. desember 1867, dáin 30. október 1941. Foreldrar: Hákon Bjarnason (fæddur 11. september 1828, dáinn 2. apríl 1877, varð úti) kaupmaður þar og kona hans Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir (fædd 16. desember 1834, dáin 11. janúar 1896) húsmóðir. Systir Lárusar H. Bjarnasonar alþingismanns.

Kvennaskólapróf Reykjavík 1882. Nám hjá Þóru Pétursdóttur biskups 1882–1884. Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1884–1885 og aftur 1886–1893. Dvaldist enn erlendis 1901–1903 og kynnti sér skólahald, aðallega í Þýskalandi og Sviss.

Við kennslustörf í Reykjavík 1893–1901. Kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1903–1906, forstöðukona hans frá 1906 til æviloka.

Formaður landspítalasjóðsnefndar frá stofnun sjóðsins 1915 til æviloka. Í landsbankanefnd 1928–1932. Í menntamálaráði 1928–1934.

Landskjörinn alþingismaður 1922–1930 (Kvennalistinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1925–1927.

Æviágripi síðast breytt 16. júní 2015.

Áskriftir