Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–1994 (Samtök um kvennalista), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2005–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður maí og október 2003, maí 2004 og janúar–febrúar 2005 (Samfylkingin).

Utanríkisráðherra 2007–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 31. desember 1954. Foreldrar: Gísli Gíslason (fæddur 30. nóvember 1916, dáinn 23. október 2006) verslunarmaður og kona hans Ingibjörg J. Níelsdóttir (fædd 23. febrúar 1918, dáin 11. júní 2013) húsmóðir. Maki (29. júlí 1994): Hjörleifur Sveinbjörnsson (fæddur 11. desember 1949) kennari í kínversku og þýðandi. Foreldrar: Sveinbjörn Einarsson og kona hans Hulda Hjörleifsdóttir. Synir: Sveinbjörn (1983), Hrafnkell (1985).

Stúdentspróf MT 1974. BA-próf í sagnfræði og bókmenntum HÍ 1979. Gestanemandi við Hafnarháskóla 1979–1981. Cand. mag. nám í sagnfræði við HÍ 1981–1983.

Vann ýmis almenn störf með námi 1974–1981. Starfsmaður dönsku póstþjónustunnar 1979–1981. Ritstjóri tímaritsins Veru 1988–1990. Ýmis ritstörf og blaðamennska 1990–1991. Borgarstjóri Reykjavíkur 1994–2003. Skipuð 24. maí 2007 utanríkisráðherra, lausn 1. febrúar 2009.

Formaður stúdentaráðs HÍ 1977–1978. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1982–1988 og 1994–2006. Í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar 1982–1986 og í félagsmálaráði 1986–1988. Formaður borgarráðs 1994–2003. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1987. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1994. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur 1994–2002. Í stjórn Landsvirkjunar 1999–2000. Formaður miðborgarstjórnar 1999–2002. Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2000–2003. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2002–2003. Formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni um Tónlistar- og ráðstefnuhús 2001. Formaður stjórnar Aflvaka 2002–2004. Formaður hverfisráðs miðborgar 2002–2005. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2003–2005. Í stjórnarskrárnefnd 2005–2006. Varaformaður Samfylkingarinnar 2003–2005, formaður 2005–2009.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–1994 (Samtök um kvennalista), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2005–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður maí og október 2003, maí 2004 og janúar–febrúar 2005 (Samfylkingin).

Utanríkisráðherra 2007–2009.

Utanríkismálanefnd 1991–1993, félagsmálanefnd 1991–1994, heilbrigðis- og trygginganefnd 1991–1994, efnahags- og viðskiptanefnd 2005–2006.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2005–2007.

Ritstjóri: Vera (1988–1990).

Æviágripi síðast breytt 18. nóvember 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir