Ingibjörg Pálmadóttir

Ingibjörg Pálmadóttir

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1991–2001 (Framsóknarflokkur).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1995–2001.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Hvolsvelli 18. febrúar 1949. Foreldrar: Pálmi Eyjólfsson (fæddur 22. júlí 1920, dáinn 12. október 2005) sýslufulltrúi og kona hans Margrét Ísleifsdóttir (fædd 8. október 1924) tryggingafulltrúi. Systir Ísólfs Gylfa Pálmasonar alþingismanns. Maki (7. maí 1972): Haraldur Sturlaugsson (fæddur 24. júlí 1949) útgerðarmaður. Foreldrar: Sturlaugur H. Böðvarsson og kona hans Rannveig Böðvarsson húsmóðir, dóttir Pálma Hannessonar alþingismanns, en kjördóttir Edvalds Torps. Synir: Sturlaugur (1973), Pálmi (1974), Ísólfur (1979), Haraldur (1989).

Hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1970.

Hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Akraness 1970–1988. Skipuð 23. apríl 1995 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipuð á ný sama dag heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Leyst frá ráðherrastörfum um stundarsakir vegna veikinda frá 23. janúar til 6. febrúar og 9.-26. febrúar 2001. Leyst frá ráðherrastörfum 14. apríl 2001, afsalaði sér þingmennsku sama dag.

Í bæjarstjórn Akraness 1982–1994, forseti bæjarstjórnar 1986–1988 og 1990–1991. Í bæjarráði Akraness 1984–1991. Í stjórn Skallagríms frá 1987. Í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra frá 1987. Í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga 1986–1990. Í stjórn framkvæmdanefndar atvinnumála á Akranesi frá 1991. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1994–1995.

Alþingismaður Vesturlands 1991–2001 (Framsóknarflokkur).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1995–2001.

Heilbrigðis- og trygginganefnd 1991–1995, félagsmálanefnd 1991–1994, sjávarútvegsnefnd 1994–1995.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1994–1995.

Æviágripi síðast breytt 18. nóvember 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir