Ingólfur Flygenring

Ingólfur Flygenring

Þingseta

Alþingismaður Hafnfirðinga 1953–1956 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) nóvember–desember 1950.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 24. júní 1896, dáinn 15. september 1979. Foreldrar: Ágúst (August) Flygenring (fæddur 17. apríl 1865, dáinn 13. september 1932) alþingismaður og kona hans Þórunn Stefánsdóttir Flygenring (fædd 28. maí 1866, dáin 22. apríl 1943) húsmóðir. Maki (20. október 1917): Kirstín Pálsdóttir Flygenring (fædd 18. ágúst 1897, dáin 9. janúar 1980) húsmóðir. Foreldrar: Páll Þorsteinsson og kona hans Elínborg Stefánsdóttir. Börn: Þórunn (1919), Ágúst (1923), Páll (1925).

Gagnfræðapróf Flensborg 1911. Búfræðingur Hólum 1915.

Bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916–1919. Framkvæmdastjóri við útgerð og verslun í Hafnarfirði 1919–1928 og við frystihús og útgerð þar 1928–1968. Formaður stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1965–1967.

Í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1951–1954.

Alþingismaður Hafnfirðinga 1953–1956 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) nóvember–desember 1950.

Æviágripi síðast breytt 25. ágúst 2020.

Áskriftir