Ingvar Pálmason

Ingvar Pálmason

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1923–1947 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1928–1931 og 1934–1937, 1. varaforseti efri deildar 1931–1933.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Litla-Búrfelli á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 26. júlí 1873, dáinn 23. júní 1947. Foreldrar: Pálmi Sigurðsson (fæddur 10. mars 1841, dáinn 26. júní 1884) bóndi þar og á Ysta-Gili og kona hans Guðrún Björg Sveinsdóttir (fædd 10. júlí 1839, dáin 30. apríl 1894) húsmóðir. Afi Ingvars Gíslasonar alþingismanns. Maki (6. maí 1896): Margrét Guðmundína Finnsdóttir (fædd 12. ágúst 1870, dáin 24. júlí 1951) húsmóðir. Foreldrar: Finnur Guðmundsson og kona hans Anna Margrét Guðmundsdóttir. Börn: Guðrún Björg (1896), Björn (1898), Níels (1900), Sveinn (1902), Fanný Kristín (1904), Anna (1907), Sigurjón (1909), Lúðvík (1912), Guðlaug (1915).

Vinnumaður 1887–1896. Fluttist austur í Nes í Norðfirði 1891. Útgerðarmaður þar 1896–1928, formaður á fiskibátum fyrr á árum. Bóndi á Ekru (Nes-Ekru) frá 1896 til æviloka.

Oddviti um langt skeið. Framkvæmdastjóri Síldareinkasölunnar 1928–1930. Átti sæti í landsbankanefnd 1934–1945. Kosinn 1945 í lánveitinganefnd síldarútvegsmanna.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1923–1947 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1928–1931 og 1934–1937, 1. varaforseti efri deildar 1931–1933.

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir