Ísleifur Gíslason

Ísleifur Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1874–1880.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Selalæk á Rangárvöllum 12. maí 1841, dáinn 21. október 1892. Foreldrar: Gísli Ísleifsson (fæddur 7. febrúar 1810, dáinn 10. júlí 1851) prestur í Kálfholti í Holtum og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir (fædd 12. apríl 1814, dáin 26. júlí 1896) húsmóðir. Maki (22. júní 1865): Karitas Markúsdóttir (fædd 19. desember 1839, dáin 28. apríl 1910) húsmóðir. Foreldrar: Markús Jónsson og kona hans Kristín Þorgrímsdóttir, systir Gríms Thomsens alþingismanns. Börn: Markús (1867), Gísli (1868), Kristín (1869), Jórunn (1870), Ingibjörg (1872), Sigrún (1875), Guðrún (1876), Ása (1879), Ásmundur (1881), María (1883).

  Stúdentspróf Lsk. 1860. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1862.

  Heimiliskennari hjá Guðmundi Thorgrímsen verslunarstjóra á Eyrarbakka 1862–1864 og hjá móður sinni að Selalæk 1864–1865. Fékk Keldnaþing 1865, sat að Stokkalæk 1865–1870 og í Vestri-Kirkjubæ 1870–1879. Fékk Arnarbæli 1878 og hélt til æviloka. Amtsráðsmaður 1887–1892.

  Alþingismaður Rangæinga 1874–1880.

  Æviágripi síðast breytt 13. október 2015.