Ísleifur Högnason

Ísleifur Högnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1937–1942 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Seljalandi undir Eyjafjöllum 30. nóvember 1895, dáinn 12. júní 1967. Foreldrar: Högni Sigurðsson (fæddur 4. október 1863, dáinn 26. febrúar 1923) bóndi þar, síðar útvegsbóndi og hreppstjóri í Vestmannaeyjum og kona hans Martha Jónsdóttir (fædd 31. desember 1867, dáin 12. október 1948) húsmóðir. Maki (20. ágúst 1921): Helga Rafnsdóttir (fædd 6. desember 1900) húsmóðir. Foreldrar: Rafn Júlíus Símonarson og kona hans Guðrún Gísladóttir. Börn: Erla Guðrún (1922), Högni Tómas (1923), Gísli Rafn (1927).

Tungumálanám í Reykjavík 1916–1917 hjá Alexander Jóhannessyni síðar prófessor og Boga Ólafssyni menntaskólakennara. Við verslunarnám og skrifstofustörf í Kaupmannahöfn 1918–1919.

Kaupfélagsstjóri við Kaupfélagið Drífanda í Vestmannaeyjum 1920–1930 og Kaupfélag verkamanna 1931–1943. Framkvæmdastjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis í Reykjavík 1943–1953. Forstjóri Kaupstefnunnar í Reykjavík frá 1955 til æviloka.

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1923–1930 og 1934–1943. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1946–1950.

Landskjörinn alþingismaður (Vestmanneyinga) 1937–1942 (Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Ritstjóri: Eyjablaðið (1926–1927). Nýr dagur (1933–1937). Þingtíðindi Sósíalistaflokksins (1941).

Æviágripi síðast breytt 14. október 2015.

Áskriftir