Jakob Guðmundsson

Jakob Guðmundsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Reykvíkinga 1851. Alþingismaður Dalamanna 1883–1890.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Reynistað í Skagafirði 2. eða 10. júní 1817, dáinn 7. maí 1890. Foreldrar.: Guðmundur Jónsson (fæddur um 1789, dáinn eftir 1827) vinnumaður þar og kona hans Guðrún Ólafsdóttir (fædd um 1789, dáin 3. janúar 1861) húsmóðir. (Séra Jakob var talinn launsonur séra Ingjalds Jónssonar á Reynistað, síðar í Nesi í Aðaldal.) Langafi Katrínar Smára varaþingmanns. Maki (17. júní 1852): Steinunn Dóróthea Guðmundsdóttir (fædd 29. júlí 1835, dáin 13. febrúar 1907) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Pétursson og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir. Börn: Steinunn Jakobína (1853), Anna Ragnheiður (1855), Pétur Jakob (1857), Guðmundur (1860), Steinunn Jakobína (1861), Jósep (1863), Guðrún (1865), Ágústínus Theodór (1866), Helgi (1870), Þorbjörg Þórunn (1873).

  Stúdentspróf Lsk. 1847. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1849. Lækningaleyfi 3. nóvember 1879.

  Barnakennari í Reykjavík 1849–1851. Prestur á Kálfatjörn 1851–1857, á Ríp 1857–1868 og á Kvennabrekku frá 1868 til æviloka, en sat á Sauðafelli frá fardögum 1874.

  Þjóðfundarmaður Reykvíkinga 1851. Alþingismaður Dalamanna 1883–1890.

  Ritstjóri: Undirbúningsblað undir þjóðfundinn að sumri 1851 (1850–1851). Bóndi (1851).

  Æviágripi síðast breytt 23. október 2015.