Jakob Pétursson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1845–1850.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur að Stóru-Laugum í Reykjadal (skírður 10. október) 1790, dáinn 17. júní 1885. Foreldrar: Pétur Jakobsson (fæddur 1752, dáinn 15. maí 1797) bóndi þar og kona hans Kristlaug Grímsdóttir (fædd um 1762, dáin 8. janúar 1808) húsmóðir. Maki: Þuríður Jónsdóttir (fædd 12. júní 1791, dáin 25. júní 1862) húsmóðir. Foreldrar: Jón Sigurðsson og kona hans Björg Halldórsdóttir. Börn: Ingibjörg (1815), Pétur (1817), Jakob (1821), Sigurgeir (1824), Kristín Jakobína (1826).

  Bóndi á Stóru-Laugum 1819–1840, á Breiðumýri frá 1840 til æviloka. Umboðsmaður Reykjadalsjarða og Norðursýsluumboðs 1827–1876.

  Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1845–1850.

  Æviágripi síðast breytt 7. desember 2015.