Jóhann Eyjólfsson

Jóhann Eyjólfsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1914–1915 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Sveinatungu í Norðurárdal 13. janúar 1862, dáinn 21. desember 1951. Foreldrar: Eyjólfur Jóhannesson (fæddur 14. ágúst 1824, dáinn 4. desember 1911) bóndi þar og kona hans Helga Guðmundsdóttir (fædd 30. janúar 1827, dáin 12. febrúar 1910) húsmóðir. Maki (24. september 1891): Ingibjörg Jóhanna Sigurðardóttir (fædd 1. apríl 1872, dáin 20. febrúar 1934) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Erlendsson og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Börn: Guðrún (1892), Guðmundur (1893), Eyjólfur (1895), Helga (1898), Helga (1900), Elínborg (1903), Sigurður (1904), Vagn (1906), Elínborg (1908), Lára (1910), Skúli (1912).

Bóndi í Sveinatungu 1889–1915, í Brautarholti á Kjalarnesi 1915–1923. Fluttist þá til Reykjavíkur, fékkst þar við verslun og fornsölu.

Oddviti Norðurárdalshrepps um langt skeið.

Alþingismaður Mýramanna 1914–1915 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 23. desember 2015.

Áskriftir