Jóhann G. Möller

Jóhann G. Möller

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1940–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1937, febrúar–apríl 1938 og febrúar–apríl 1939.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Sauðárkróki 28. maí 1907, dáinn 21. ágúst 1955. Foreldrar: Jóhann Georg Möller (fæddur 19. apríl 1883, dáinn 17. desember 1927) verslunarstjóri þar og kona hans Þorbjörg Pálmadóttir Möller (fædd 24. júní 1884, dáin 29. maí 1944) húsmóðir, systir Sigrúnar konu Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Reynistað. Maki (2. júní 1933) Edith Möller, fædd Poulsen (fædd 19. nóvember 1907, dáin 27. nóvember 1976) húsmóðir. Foreldrar: Valdemar Poulsen og kona hans Kirsten Poulsen. Sonur: Jóhann (1937).

Stúdentspróf MR 1928.

Bókari og síðar skrifstofustjóri við Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1933–1947. Forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins frá 1947 til æviloka.

Kosinn 1937 í milliþinganefnd um arðskiptafyrirkomulag á atvinnurekstri og 1945 í milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu. Átti sæti í landsbankanefnd frá 1944 og áfengislaganefnd 1951–1952.

Alþingismaður Reykvíkinga 1940–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1937, febrúar–apríl 1938 og febrúar–apríl 1939.

Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2016.