Jóhannes Geir Sigurgeirsson

Jóhannes Geir Sigurgeirsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1991–1995 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra mars 1988, október 1989–apríl 1990, október 1990, febrúar–mars 1997.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 8. nóvember 1950. Foreldrar: Sigurgeir Halldórsson (fæddur 24. desember 1921, dáinn 29. nóvember 2013) bóndi á Öngulsstöðum III og kona hans Guðný Magnúsdóttir (fædd 12. febrúar 1923, dáin 6. september 2013) húsmóðir. Maki (23. október 1971): Kristín Brynjarsdóttir (fædd 29. janúar 1951) húsmóðir. Foreldrar: Brynjar Axelsson og kona hans Guðný Kristjánsdóttir. Dætur: Sveina Björk (1970), Guðný (1974), Sunna Hlín (1977).

Stúdentspróf MA 1972.

Kennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal 1972–1975. Bóndi á Öngulsstöðum III síðan 1975.

Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1984–1986. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 1984. Í hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps 1986–1990. Í stjórn Eyjafjarðarsveitar síðan 1990. Formaður atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar síðan 1990. Formaður skólanefndar Hrafnagilsskóla 1982–1990. Formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar 1977–1982. Í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga síðan 1982, varaformaður síðan 1987. Í stjórn afurðastöðva í mjólkuriðnaði síðan 1987. Fulltrúi Eyfirðinga á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1983–1995 og í varastjórn þess frá 1987. Stjórnarformaður Kjörlands hf. frá 1986. Varaformaður stjórnar Dagsprents hf. á Akureyri. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1994. Í stjórn Landsvirkjunar 1995.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1991–1995 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra mars 1988, október 1989–apríl 1990, október 1990, febrúar–mars 1997.

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.

Áskriftir