Jón Árnason

Jón Árnason

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1959. Alþingismaður Vesturlands 1959–1977 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1967–1971.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 15. janúar 1909, dáinn 23. júlí 1977. Foreldrar: Árni Árnason (fæddur 15. maí 1875, dáinn 3. febrúar 1961) trésmíðameistari þar og kona hans Margrét Finnsdóttir (fædd 3. nóvember 1881, dáin 31. desember 1964) húsmóðir. Maki (3. ágúst 1933): Ragnheiður Þórðardóttir (fædd 22. ágúst 1913, dáin 20. maí 2002) húsmóðir. Foreldrar: Þórður Ásmundsson og kona hans Emilía Þorsteinsdóttir. Börn: Emilía (1934), Þorsteinn (1937), Margrét (1945), Petrea Ingibjörg (1949).

Bókhaldsnám í Reykjavík 1926–1927.

Vann að verslunarstörfum á Akranesi 1928–1932. Rak eigin verslun þar 1932–1936. Verslunarstjóri við verslun Þórðar Ásmundssonar hf. á Akranesi 1936–1964. Framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Ásmundar hf. og hraðfrystihússins Heimaskaga hf. á Akranesi 1943–1970. Forstjóri Fiskiðjunnar Arctic hf. frá 1966 til æviloka.

Bæjarfulltrúi á Akranesi 1942–1970, forseti bæjarstjórnar 1951–1954 og 1961–1966. Í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna 1952–1972, í framkvæmdastjórn innkaupadeildar LÍÚ 1954–1972. Í aðalstjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1960–1961, áður í varastjórn frá 1955. Í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins 1968–1977 og í stjórn Sölustofnunar lagmetisiðnaðarins frá 1972 til æviloka. Í beitunefnd. Skipaður 1974 í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins. Skipaður 1975 í ráðninganefnd ríkisins.

Alþingismaður Borgfirðinga 1959. Alþingismaður Vesturlands 1959–1977 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1967–1971.

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.