Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1920–1926, landskjörinn alþingismaður 1926–1934, landskjörinn alþingismaður (Snæfelldinga, Akureyrar) 1934–1938 (Alþýðuflokkurinn).

Forseti sameinaðs þings 1933–1938. 1. varaforseti efri deildar 1928–1931.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Strandseljum við Ísafjarðardjúp 20. desember 1882, dáinn 17. mars 1938. Foreldrar: Baldvin Jónsson (fæddur 14. desember 1844, dáinn 30. mars 1900) bóndi þar, bróðursonur Steinunnar Auðunsdóttur, konu Jóns Þórðarsonar alþingismanns, og móðurbróðir Jóns Auðuns Jónssonar alþingismanns, og kona hans Halldóra Sigurðardóttir (fædd 6. nóvember 1853, dáin 18. mars 1916) húsmóðir. Maki (7. nóvember 1908): Júlíana Guðmundsdóttir (fædd 16. júlí 1881, dáin 7. apríl 1947) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Auðunsson og Sigríður Sigvaldadóttir. Sonur: Baldvin (1911).

Prentnám í Prentsmiðju Þjóðviljans á Ísafirði og Bessastöðum 1897–1901.

Prentari á Bessastöðum 1901–1905, í Gutenberg í Reykjavík 1905–1918. Forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar í Reykjavík 1918–1930. Bankastjóri Útvegsbankans frá 1930 til æviloka.

Formaður Hins íslenska prentarafélags 1913–1914. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1918–1924. Í dansk-íslenskri ráðgjafarnefnd 1927–1938. Í milliþinganefnd um kjördæmaskipun 1932. Forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Alþýðuflokksins 1916–1938. Í Þingvallanefnd 1928–1938. Í bankaráði Landsbankans 1928–1930.

Alþingismaður Reykvíkinga 1920–1926, landskjörinn alþingismaður 1926–1934, landskjörinn alþingismaður (Snæfelldinga, Akureyrar) 1934–1938 (Alþýðuflokkurinn).

Forseti sameinaðs þings 1933–1938. 1. varaforseti efri deildar 1928–1931.

Ritstjóri: Prentarinn (1913).

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

Áskriftir