Jón Bjarnason

Jón Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1864–1868.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hraunum í Fljótum 4. janúar 1807, dáinn 1. mars 1892. Foreldrar: Bjarni Þorleifsson (fæddur 1774, dáinn 30. apríl 1840) bóndi þar og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir (fædd 1777, dáin 28. mars 1858) húsmóðir. Maki (27. maí 1829): Anna Magnúsdóttir (fædd 17. júní 1806, dáin 12. ágúst 1869) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Sigríður Halldórsdóttir. Börn: Jón (1830), Magnús (1831), Bjarni (1832) Sigríður (1834), Ingibjörg (1835).

  Bóndi í Utanverðunesi í Hegranesi 1830–1838, í Eyhildarholti 1838–1849, á Reykhólum 1849–1854, í Ólafsdal 1854–1871 og á Óspakseyri í Bitru 1871–1878.

  Alþingismaður Dalamanna 1864–1868.

  Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2016.