Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1982–1998 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga janúar–febrúar 1975 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna) og nóvember–desember 1978, varaþingmaður Reykvíkinga mars–apríl 1980, mars–apríl 1981 og apríl–maí 1982 (Alþýðuflokkur).

Fjármálaráðherra 1987–1988, utanríkisráðherra 1988–1995.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 21. febrúar 1939. Foreldrar: Hannibal Valdimarsson (fæddur 13. janúar 1903, dáinn 1. september 1991) alþingismaður og ráðherra, bróðir Finnboga R. Valdimarssonar alþingismanns, og kona hans Sólveig Ólafsdóttir (fædd 24. febrúar 1904, dáin 11. maí 1997) húsmóðir. Bróðir Ólafs Hannibalssonar varaþingmanns. Maki (26. september 1959): Bryndís Schram (fædd 9. júlí 1938) dagskrárgerðarkona og rithöfundur, systir Ellerts B. Schrams alþingismanns. Foreldrar: Björgvin Schram og kona hans Aldís Þ. Brynjólfsdóttir. Börn: Aldís (1959), Glúmur (1966), Snæfríður (fædd 1968, dáin 2013), Kolfinna (1970).

Stúdentspróf MR 1958. MA-próf í hagfræði frá Edinborgarháskóla í Skotlandi 1963. Framhaldsnám í vinnumarkaðshagfræði við Stokkhólmsháskóla 1963–1964. Próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965. Framhaldsnám við Harvard-háskóla (Center for European Studies) í Bandaríkjunum 1976–1977.

Kennari í Hagaskóla í Reykjavík 1964–1970. Blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964–1967. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970–1979. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1979–1982. Skipaður 8. júlí 1987 fjármálaráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 28. september 1988 utanríkisráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Skipaður 30. apríl 1991 utanríkisráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum 1998–2002 og í Finnlandi 2002–2005. Hefur síðan starfað sem gistiprófessor og gestafyrirlesari við Háskóla Íslands, háskólana í Vilníus, Litáen og Tartu í Eistlandi. Einnig sem gestafyrirlesari við háskóla og rannsóknarstofnanir í Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Sviss og á Norðurlöndum.

Formaður Félags róttækra stúdenta 1960–1961. Formaður Félags háskólamenntaðra kennara 1966–1969. Í nefnd til undirbúnings aðild að EFTA 1968–1970. Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1971–1978, forseti bæjarstjórnar 1975–1976. Í nefnd til að gera tillögur um flutning ríkisstofnana út á land 1972–1975. Í stjórnarskrárnefnd 1979–1984. Formaður Alþýðuflokksins 1984–1996. Í stjórn SAMAK (Samstarfsnefndar jafnaðarmannaflokka og heildarsamtaka launþega á Norðurlöndum) 1985–1996. Formaður ráðherraráðs EFTA 1989, 1992 og 1994.

Alþingismaður Reykvíkinga 1982–1998 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga janúar–febrúar 1975 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna) og nóvember–desember 1978, varaþingmaður Reykvíkinga mars–apríl 1980, mars–apríl 1981 og apríl–maí 1982 (Alþýðuflokkur).

Fjármálaráðherra 1987–1988, utanríkisráðherra 1988–1995.

Hefur samið bókarkafla og greinar í tímaritum og blöðum um jafnaðarstefnu, efnahagsmál, alþjóðamál, menntamál o.fl. Bækur: Tilhugalíf, 2002, The Baltic Road to Freedom – Iceland´s Role, 2017, The Nordic Model vs.The Neo-liberal Challenge, 2018, Tæpitungulaust – lífsskoðun jafnaðarmanns, 2019.

Ritstjóri: Stúdentablaðið (1960–1961). Frjáls þjóð (1964–1967). Vestri (1971–1975). Alþýðublaðið (1979–1982). Ritröðin: Rökræður um samtíðina (1982–1996).

Æviágripi síðast breytt 21. júní 2022.

Áskriftir