Jón Ívarsson

Jón Ívarsson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1939–1942 (utan flokka).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal 1. janúar 1891, dáinn 3. júní 1982. Foreldrar: Ívar Sigurðsson (fæddur 11. september 1842, dáinn 16. júní 1899) bóndi þar og kona hans Rósa Sigurðardóttir (fædd 1. september 1852, dáin 1. september 1945) húsmóðir. Maki (11. ágúst 1917): Guðríður Jónsdóttir (fædd 11. september 1890, dáin 7. febrúar 1975) húsmóðir. Foreldrar: Jón Benediktsson og kona hans Guðlaug Halldórsdóttir. Kjördóttir: Sigrún (1918).

Nám í Hvítárbakkaskóla 1905–1907. Verslunarskólapróf VÍ 1916. Nám í Kennaraskólanum fyrri hluta vetrar 1914–1915.

Farkennari í Reykholtsdal 1908–1909, í Lundarreykja- og Skorradal 1909–1913 og í Andakíl síðari hluta vetrar 1914–1915. Verslunarmaður í Stykkishólmi 1916–1917, í Borgarnesi 1917–1921. Kaupfélagsstjóri í Hornafirði 1922–1943. Varð 1943 skrifstofustjóri Grænmetisverslunar ríkisins, forstjóri 1944–1956. Sat í fjárhagsráði 1948–1953. Einn af forstöðumönnum Innflutningsskrifstofunnar 1954–1960.

Í hreppsnefnd Nesjahrepps 1929–1942. Skipaður 1934 formaður kjötverðlagsnefndar. Í stjórn Áburðarverksmiðjunnar 1951–1963.

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1939–1942 (utan flokka).

Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.