Jón Jónsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Suður-Þingeyinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Reykjahlíð 4. mars 1816, dáinn 22. maí 1866. Foreldrar: Jón Þorsteinsson (fæddur 24. febrúar 1781, dáinn 14. júní 1862) prestur þar og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir (fædd 2. mars 1789, dáin 20. október 1867) húsmóðir. Tengdafaðir Jóns Jónssonar alþingismanns í Múla. Maki 1 (13. maí 1840): Kristbjörg Kristjánsdóttir (fædd 3. mars 1816, dáin 9. febrúar 1860) húsmóðir. Foreldrar: Kristján Jónsson og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Systir Benedikts alþingismanns, Jóns alþingismanns og Kristjáns alþingismanns Kristjánssona. Maki 2 (28. júlí 1862): Jórunn Jónsdóttir (fædd 16. janúar 1829, dáin 9. október 1908) húsmóðir. Foreldrar: Jón Indriðason og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir. Börn Jóns og Kristbjargar: Kristín (1842), Kristján (1845), Þuríður (1847), Valgerður (1849), Halldóra (1851), Páll (1852), Solveig (1856), Benjamín (1858). Börn Jóns og Jórunnar: Kristbjörg (1862), Þorsteinn (Gauti) (1866).

  Bóndi á Grænavatni í Mývatnssveit 1840–1859, á Lundarbrekku í Bárðardal frá 1859 til æviloka.

  Hreppstjóri í Ljósavatnshreppi um skeið.

  Þjóðfundarmaður Suður-Þingeyinga 1851.

  Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.