Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1873 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Kalmanstungu 30. júlí 1830, dáinn 28. apríl 1878. Foreldrar: Jón Árnason (fæddur 29. september 1798, dáinn 5. september 1862) bóndi þar og 1. kona hans Halla Kristín Jónsdóttir (fædd 21. ágúst 1791, dáin 24. júní 1847) húsmóðir. Maki (26. október 1852): Guðlaug Halldórsdóttir (fædd 1819, dáin 12. júlí 1898) húsmóðir. Foreldrar: Halldór Þorsteinsson og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Börn: Halla (1853), Halldór (1857), Sigríður (1858), Jón (1861).

  Bóndi á Borgareyrum undir Eyjafjöllum 1854–1856, í Hvammi í Mýrdal 1856–1857, á Höfðabrekku 1857–1868, í Vík í Mýrdal frá 1868 til æviloka. Umboðsmaður þjóðjarða í Skaftafellsþingi frá 1856 til æviloka.

  Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1873 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 3. febrúar 2016.