Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1878–1883.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Reykjavík 29. (kirkjubók 23.) apríl 1841, dáinn 4. janúar 1883. Foreldrar: Jón Johnsen (fæddur 24. febrúar 1806, dáinn 7. júlí 1881) alþingismaður og kona hans Anna Cathrine Martine Johnsen, fædd Blichert (fædd 27. apríl 1817, dáin 2. desember 1882) húsmóðir.

    Stúdentspróf Frúarskólanum í Kaupmannahöfn 1861. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1867.

    Var um skeið eftir prófið aðstoðarmaður föður síns í Álaborg og aftur haustið 1868. Við lögfræðistörf í Reykjavík veturinn 1867–1868 og vann þá jafnframt í skrifstofu stiftamtmanns. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1868. Skipaður 1872 landshöfðingjaritari frá 1. apríl 1873 að telja, jafnframt lögreglustjóri og erindreki í fjárkláðamálinu 1875–1877. Settur bæjarfógeti í Reykjavík 1878. Stofnandi og aðalritstjóri Víkverja 1873–1874. Settur málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1878–1880.

    Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1879–1883.

    Alþingismaður Skagfirðinga 1878–1883.

    Ritstjóri: Víkverji (1873–1874).

    Æviágripi síðast breytt 3. febrúar 2016.

    Áskriftir