Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1885 og 1892–1900.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Melum í Hrútafirði 12. ágúst 1849, dáinn 21. júlí 1920. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 25. desember 1825, dáinn 3. júní 1900) bóndi þar og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir (fædd 24. júlí 1826, dáin 16. febrúar 1909) húsmóðir. Bróðir Ingunnar konu Björns Sigfússonar alþingismanns. Maki 1 (21. júní 1880): Margrét Sigurðardóttir (fædd 18. júlí 1843, dáin 30. júní 1899) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Gunnarsson alþingismaður og kona hans Bergljót Guttormsdóttir, systurdóttir Guttorms Vigfússonar alþingismanns á Arnheiðarstöðum. Maki 2 (1. júní 1900): Guðlaug Bergljót Vigfúsdóttir (fædd 25. janúar 1857, dáin 15. febrúar 1935) húsmóðir. Foreldrar: Vigfús Guttormsson og kona hans Margrét Þorkelsdóttir. Systir Guttorms Vigfússonar alþingismanns í Geitagerði. Sonur Jóns og Margrétar: Sigurður (1885).

    Stúdentspróf Lsk. 1869. Nám í Hafnarháskóla veturinn 1871–1872. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1874.

    Prestur í Bjarnanesi 1875–1891, á Stafafelli frá 1891 til æviloka. Prófastur í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi frá 1876. Umboðsmaður Bjarnanesjarða 1876– 1918.

    Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1885 og 1892–1900.

    Samdi greinar um fornsögu Norðurlanda og íslensk mannanöfn. Sjálfsævisaga kom út 1922.

    Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.

    Áskriftir