Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingsmaður Norður-Múlasýslu 1889–1900 og 1902 (Framfaraflokkurinn).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð 2. nóvember (kirkjubók 15. ágúst) 1852, dáinn 26. nóvember 1923. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 22. júlí 1831, dáinn 11. febrúar 1897) síðar bóndi í Húsey og 1. kona hans Guðrún Ásmundsdóttir (fædd 28. maí 1828, dáin 5. júlí 1857) húsmóðir. Maki (14. júlí 1876): Guðrún Jónsdóttir (fædd 20. október 1855, dáin 25. ágúst 1941) húsmóðir. Foreldrar: Jón Þorsteinsson og kona hans Mekkín Jónsdóttir. Börn: Björg (1877), Jón (1879), Guðrún (1882), Páll (1885), Ragnhildur (1887), Guðmundur (1891), Helga (1892), Jón J. (1894), Ingibjörg (1896).

  Bóndi í Bakkagerði í Jökulsárhlíð 1876–1883, á Ketilsstöðum 1883–1885, í Húsey í Hróarstungu 1885–1888 og á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð 1888–1900, var póstafgreiðslumaður þar. Veitingamaður á Vopnafirði 1900–1903. Fluttist þá vestur um haf. Bóndi þar fyrst í Álftavatnsbyggð, en síðar í Siglunesbyggð við Manitoba-vatn til æviloka.

  Hreppstjóri í Hlíðarhreppi um skeið, jafnframt oddviti þar.

  Alþingsmaður Norður-Múlasýslu 1889–1900 og 1902 (Framfaraflokkurinn).

  Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.