Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1928–1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 8. september 1886, dáinn 14. desember 1939. Foreldrar: Jón Guðmundsson (fæddur 10. september 1844, dáinn 19. maí 1910) bóndi þar, sonur Guðmundar Arnljótssonar alþingismanns og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur (fædd 6. júní 1857, dáin 8. september 1886) húsmóður, dóttur Jóns Pálmasonar alþingismanns. Afi Sigríðar Hjartar varaþingmanns. Maki (11. nóvember 1911): Sveinbjörg Brynjólfsdóttir (fædd 12. október 1883, dáin 2. maí 1966) húsmóðir. Foreldrar: Brynjólfur Vigfússon og kona hans Þórey Sveinsdóttir. Börn: Jón (1912), Guðrún (1915), Hanna (1921).

Stundaði nám í Lærða skólanum en hvarf frá því í 3. bekk.

Bóndi í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu frá 1910 til æviloka.

Var í hreppsnefnd Svínavatnshrepps, tvisvar oddviti hreppsnefndar. Sat í sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu, í stjórn Kaupfélags Húnvetninga, í stjórn Laxárvatnsvirkjunar, í stjórn Búnaðarfélags Svínavatnshrepps og í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga. Í landsbankanefnd 1930–1936. Í stjórn Kreppulánasjóðs 1933–1935.

Landskjörinn alþingismaður 1928–1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).

Ritstjóri: Framsókn (1935–1939).

Æviágripi síðast breytt 3. febrúar 2016.