Jón Kjartansson

Jón Kjartansson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1923–1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn), 1953–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) janúar–mars 1961, varaþingmaður Suðurlands október–nóvember 1961 og mars–apríl 1962.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Skál á Síðu 20. júlí 1893, dáinn 6. október 1962. Foreldrar: Kjartan Ólafsson (fæddur 25. ágúst 1857, d. 16. mars 1900) bóndi þar, sonur Ólafs Pálssonar alþingismanns, og kona hans Oddný Runólfsdóttir (fædd 17. janúar 1864, dáin 1. október 1912) húsmóðir. Maki 1 (22. júní 1924): Ása Sigurðardóttir Briem (fædd 14. júní 1902, dáin 2. nóvember 1947) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Briem, sonur Eggerts Briems þjóðfundarmanns, og kona hans Guðrún Ísleifsdóttir Briem. Maki 2 (13. apríl 1954): Vilborg Stefánsdóttir (fædd 31. maí 1921, dáin 3. september 2009) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Hannesson og kona hans Steinunn Helga Árnadóttir. Börn Jóns og Ásu: Sigurður Briem (1925), Guðrún (1928), Halla Oddný (1935). Dóttir Jóns og Vilborgar: Sólrún (1955). Uppeldisdóttir Jóns, dóttir Vilborgar: Steinunn Helga Lárusdóttir (1949).

Stúdentspróf MR 1915. Lögfræðipróf HÍ 1919.

Fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1919–1923. Ritstjóri í Reykjavík 1924–1947. Sýslumaður í Skaftafellssýslu frá 1947 til æviloka.

Endurskoðandi Landsbankans frá 1933 til æviloka.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1923–1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn), 1953–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) janúar–mars 1961, varaþingmaður Suðurlands október–nóvember 1961 og mars–apríl 1962.

Samdi lögfræðirit og fræðigreinar auk blaðagreina um stjórnmál.

Ritstjóri: Ísafold, síðar Ísafold og Vörður (1924–1947). Morgunblaðið (1924–1947).

Æviágripi síðast breytt 4. febrúar 2016.

Áskriftir