Jón Kjartansson

Jón Kjartansson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1969–1971 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra desember 1959 — janúar 1960, maí–júní 1960, mars 1961, nóvember–desember 1962, febrúar og nóvember 1963, febrúar og maí 1964, febrúar–mars 1965, apríl 1966, febrúar og nóvember–desember 1967, janúar–mars og mars–apríl 1968 og febrúar–mars 1969.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Siglufirði 5. júní 1917, dáinn 21. nóvember 1985. Foreldrar: Kjartan Jónsson (fæddur 6. júní 1871, dáinn 27. október 1927) byggingameistari þar og kona hans Jónína Tómasdóttir (fædd 31. desember 1875, dáin 5. desember 1967) húsmóðir. Maki (17. júní 1945): Þórný Þuríður Tómasdóttir (fædd 11. júní 1921, dáin 12. nóvember 2002) húsmóðir. Foreldrar: Tómas Jónasson og kona hans Ólöf Sigfríður Þorkelsdóttir. Börn: Jónína Helga (1946), Tómas Óli (1948), Kjartan (1950), Ólöf Guðrún (1958).

Samvinnuskólapróf 1935. Náms- og kynnisför til Danmerkur og Noregs 1938.

Verkstjóri við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 1935–1942. Skrifstofustjóri Þormóðs Eyjólfssonar hf. (skipaafgreiðsla og umboð tryggingafélaga) 1943– 1946. Umboðsmaður Samvinnutrygginga, Flugfélags Íslands og fleiri félaga 1947–1949. Rak jafnframt eigin söltunarstöð og útgerð í félagi við Hannes Guðmundsson lögfræðing 1947–1948. Bæjarstjóri á Siglufirði 1949–1958. Forstjóri Áfengisverslunar ríkisins í Reykjavík 1957–1961, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins frá 1961 til æviloka.

Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1947–1985, ýmist aðalmaður eða varamaður. Vararæðismaður Finnlands á Norðurlandi 1953–1957, aðalræðismaður á Íslandi 1965–1968. Formaður stjórnarnefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar 1969–1979. Í stjórn Aðstoðar Íslands við þróunarlöndin, síðar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands 1971–1985. Endurskoðandi Útvegsbankans frá 1971.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1969–1971 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra desember 1959 — janúar 1960, maí–júní 1960, mars 1961, nóvember–desember 1962, febrúar og nóvember 1963, febrúar og maí 1964, febrúar–mars 1965, apríl 1966, febrúar og nóvember–desember 1967, janúar–mars og mars–apríl 1968 og febrúar–mars 1969.

Æviágripi síðast breytt 4. febrúar 2016.