Jón Kristjánsson

Jón Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1852–1858, alþingismaður Húnvetninga 1871 (varaþingmaður).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 17. maí 1812, dáinn 14. apríl 1887. Foreldrar: Kristján Jónsson (fæddur um 1771, dáinn 1. janúar 1844) bóndi á Illugastöðum í Fnjóskadal og kona hans Guðrún Halldórsdóttir (fædd um 1776, dáin 24. ágúst 1846) húsmóðir. Bróðir Benedikts alþingismanns og Kristjáns alþingismanns Kristjánssona og Kristbjargar konu Jóns Jónssonar þjóðfundarmanns á Lundarbrekku. Maki (16. júlí 1839): Guðný Sigurðardóttir (fædd 9. nóvember 1820, dáin 19. apríl 1892) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Kristín Þorsteinsdóttir. Systir Arnfríðar konu Benedikts Kristjánssonar alþingismanns. Börn: Guðrún (1841), Valgerður (1842), Kristín María Jónína (1845), Kristján (1848), Björn (1850), Ingibjörg (1852), Sigurður (1860). Sonur Jóns og Önnu Jónsdóttur: Kristján (1861).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1833.

  Vígðist 1836 aðstoðarprestur Eiríks Þorleifssonar á Stað í Kinn og fékk prestakallið eftir hann 1843, bjó í Ystafelli. Fékk Þingeyraklaustursprestakall 1862 og bjó í Steinnesi. Fékk Breiðabólstað í Vesturhópi 1868, lausn 17. mars 1883. Fluttist þá að Þverá í Vesturhópi.

  Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1852–1858, alþingismaður Húnvetninga 1871 (varaþingmaður).

  Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

  Áskriftir