Jón Magnússon

Jón Magnússon

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1902–1913, alþingismaður Reykvíkinga 1914–1919, landskjörinn alþingismaður 1922–1926 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn).

Forsætisráðherra 1917–1922 og 1924–1926.

Forseti sameinaðs þings 1912–1913.

Æviágrip

Fæddur í Múla í Aðaldal 16. janúar 1859, dáinn 23. júní 1926 í ferð með Kristjáni X í Nesi í Norðfirði. Foreldrar: Magnús Jónsson (fæddur 31. mars 1828, dáinn 19. mars 1901) síðast prestur í Laufási og kona hans Vilborg Sigurðardóttir (fædd 28. ágúst 1829, dáin 8. maí 1916) húsmóðir. Maki (12. maí 1892): Þóra Jónsdóttir (fædd 17. maí 1858, dáin 5. september 1947) húsmóðir. Foreldrar: Jón Pétursson alþingismaður og 2. kona hans Sigþrúður Friðriksdóttir Eggerz. Kjördóttir: Þóra (1888).

Stúdentspróf Lsk. 1881. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1891.

Skrifari hjá Júlíusi amtmanni Havsteen á Akureyri 1884–1889. Sýslumaður í Vestmannaeyjum 1891–1896. Landshöfðingjaritari (landritari) 1896–1904. Skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1904–1908. Bæjarfógeti í Reykjavík 1909–1917. Skipaður 4. jan. 1917 forsætis-, dóms-, kirkju- og kennslumálaráðherra, lausn 12. ágúst 1919, en gegndi störfum til 25. febrúar 1920. Skipaður 25. febrúar 1920 forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra að nýju, lausn 2. mars 1922, en gegndi störfum til 7. mars. Skipaður 22. mars 1924 forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra í þriðja sinn og gegndi þeim störfum til æviloka.

Endurskoðandi Landsbankans 1896–1909. Skipaður 1902 í milliþinganefnd í fátækra- og sveitarstjórnarmálum, 1910 í peningamálanefnd, 1914 í milliþinganefnd um launamál, kosinn 1914 og aftur 1915 í velferðarnefnd. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1903–1908 og 1914–1917, forseti bæjarstjórnar 1915–1916. Sat í millilandanefndinni 1907–1908.

Alþingismaður Vestmanneyinga 1902–1913, alþingismaður Reykvíkinga 1914–1919, landskjörinn alþingismaður 1922–1926 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn).

Forsætisráðherra 1917–1922 og 1924–1926.

Forseti sameinaðs þings 1912–1913.

Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2016.

Áskriftir