Árni R. Árnason

Árni R. Árnason

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1991–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2004 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 4. ágúst 1941, dáinn 16. ágúst 2004. Foreldrar: Árni Ólafsson (fæddur 4. nóvember 1919, dáinn 4. júlí 2002) skrifstofustjóri og kona hans Ragnhildur Ólafsdóttir (fædd 5. október 1918) húsmóðir. Maki (24. nóvember 1962): Guðlaug Pálína Eiríksdóttir (fædd 23. nóvember 1944) skrifstofumaður. Foreldrar: Eiríkur Björn Friðriksson og kona hans Jófríður Helgadóttir. Börn: Guðrún (1963), Hildur (1966), Björn (1971), Árni (1973).

Samvinnuskólapróf 1960.

Starfsmaður Sparisjóðsins í Keflavík 1960–1966. Fulltrúi og síðar útibússtjóri Verslunarbanka Íslands í Keflavík 1966–1971. Rak eigin bókhaldsstofu í Keflavík og útibú víðar 1971–1985. Fjármálastjóri hjá varnarliðinu, Vörumarkaðnum og Ragnarsbakaríi 1985–1988. Deildarstjóri hjá varnarliðinu 1988–1991 Í stjórn Hitaveitu Suðurnesja frá 1992.

Formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Keflavík, 1966–1971. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1969 og fyrsti varaformaður þess 1971–1973. Fyrsti formaður kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi 1973–1975. Í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Keflavík frá 1964, formaður þess 1987–1991. Í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi frá 1966. Bæjarfulltrúi í Keflavík 1970–1978. Einn af stofnendum JC Suðurnesja og fyrsti forseti félagsins. Sat í landsstjórn JC Íslands um árabil. Landsforseti íslensku JC-hreyfingarinnar 1976–1977. Sat þing Vestur-Evrópusambandsins 1993. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1994. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1993 og 1995.

Alþingismaður Reyknesinga 1991–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2004 (Sjálfstæðisflokkur).

Umhverfisnefnd 1991–1995 og 2003–2004, sjávarútvegsnefnd 1991–2004 (formaður 2003–2004), utanríkismálanefnd 1992–2002 og 2003–2004, iðnaðarnefnd 1995–1999 og 1999–2003 og 2004, allsherjarnefnd 1995–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 2002–2003, menntamálanefnd 2004.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2001–2004 (formaður 2003–2004).

Æviágripi síðast breytt 20. september 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir