Jón Samsonarson

Jón Samsonarson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1845–1858. Þjóðfundarmaður 1851, en komst ekki vegna meiðsla.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði 1. september 1794, dáinn 7. desember 1859. Foreldrar: Samson Samsonarson (dáinn 1813) bóndi þar og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir húsmóðir. Maki 1 (29. nóvember 1822): Guðrún Sigurðardóttir (fædd um 1793, dáin 22. október 1840) húsmóðir. Maki 2 (1841): Dýrfinna Jónsdóttir (fædd um 1794, dáin 13. ágúst 1871) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Dýrfinna Egilsdóttir. Börn Jóns og Guðrúnar voru sex, upp komust: Guðrún (1827), Sigurður (1829), Jónas (1831). Börn Jóns og Katrínar Gísladóttur: Jón (um 1816), Katrín (um 1817). Dóttir Jóns og Önnu Sölvadóttur: Guðrún (1859).

    Bóndi á Grund í Blönduhlíð 1822–1824, í Stóru-Gröf 1824–1838, í Keldudal 1838–1859.

    Alþingismaður Skagfirðinga 1845–1858. Þjóðfundarmaður 1851, en komst ekki vegna meiðsla.

    Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2016.

    Áskriftir