Jón Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1852–1862. Þjóðfundarmaður 1851.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Brennistöðum í Borgarhrepp 21. nóvember 1808, dáinn 9. apríl 1862. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur um 1776, dáinn 6. júlí 1834) bóndi þar og kona hans Guðrún Salómonsdóttir (fædd um 1786, dáin 19. júlí 1846) húsmóðir. Maki (5. nóvember 1832:) Guðrún Teitsdóttir (fædd 26. september 1806, dáin 19. júlí 1890) húsmóðir. Foreldrar: Teitur Halldórsson og kona hans Ingibjörg Kristófersdóttir. Dóttir: Guðrún (1833). Sonur Jóns og Guðbjargar Sigurðardóttur: Sigurður (1851).

    Bóndi í Blönduhlíð í Hörðudal 1832, á Litlafjalli í Borgarhrepp 1833–1837, í Fróðhúsum 1837–1842, í Tandraseli 1842–1860, á Haugum í Stafholtstungum frá 1860 til æviloka.

    Alþingismaður Mýramanna 1852–1862. Þjóðfundarmaður 1851.

    Hann var rímnaskáld.

    Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2016.

    Áskriftir