Árni Böðvarsson

Árni Böðvarsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Snæfellinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Görðum í Önundarfirði (skírður 24. október) 1818, dáinn 25. apríl 1889. Foreldrar: Böðvar Þorvaldsson (fæddur 16. júní 1787, dáinn 12. desember 1862) síðast prófastur á Mel í Miðfirði og 1. kona hans Þóra Björnsdóttir (fædd 2. október 1787, dáin 2. ágúst 1839). Bróðir Þórarins Böðvarssonar alþingismanns. Maki (4. maí 1857): Helga Arnórsdóttir (fædd 11. september 1834, dáin 22. september 1915) húsmóðir. Foreldrar: Arnór Helgason og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Börn: Helgi (1857), Böðvar Þórarinn (1858), Ólafur (1860), Elísabet Sigríður (1861), Kristín (1864), Árni Helgason (1865), Árni Ólafur (1866), Arnór (1868).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1843.

  Við kennslustörf í Reykjavík og biskupsritari 1845–1849. Fékk Nesþing 1849, sat á Sveinsstöðum. Fékk Setberg 1861 og Eyri í Skutulsfirði 1866, lausn 1881, en átti áfram heima á Ísafirði til æviloka. Prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi 1856–1866, í Norður-Ísafjarðarsýslu 1868–1881.

  Þjóðfundarmaður Snæfellinga 1851.

  Æviágripi síðast breytt 28. janúar 2015.