Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1886–1900.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Melstað í Miðfirði 23. febrúar 1854, dáinn 12. júní 1926. Foreldrar: Þórarinn Böðvarsson (fæddur 3. maí 1825, dáinn 6. maí 1895) prófastur og alþingismaður og kona hans Þórunn Jónsdóttir (fædd 21. ágúst 1816, dáin 13. mars 1894) húsmóðir. Afi Jóhanns Hafsteins alþingismanns og ráðherra. Maki 1 (21. ágúst 1884): Guðrún Jóhanna Lára Pétursdóttir Havstein (fædd 9. janúar 1866, dáin 5. apríl 1894) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Havstein alþingismaður og 3. kona hans Kristjana Gunnarsdóttir. Maki 2 (15. október 1899): Sigríður Magnúsdóttir Stephensen (fædd 30. janúar 1864, dáin 23. júlí 1918) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Ólafsson Stephensen og kona hans Áslaug Eiríksdóttir Stephensen. Börn Jóns og Láru: Soffía (1885), Kristjana (1887), Þórunn (1888), Havstein (1891), Elísabet Anna (1892). Börn Jóns og Sigríðar: Áslaug (1900), Kristín (1902), Ásgeir (1904), Þórarinn (1909).

    Stúdentspróf Lsk. 1877. Nám í guðfræði við Hafnarháskóla 1877–1880, en lauk ekki prófi. Ferðaðist um Þýskaland og England 1881–1882 með styrk af opinberu fé til þess að kynna sér alþýðumenntun og skólamál og um Norðurlönd í sama skyni sumurin 1890 og 1896 og veturinn 1907–1908.

    Skipaður 1882 skólastjóri við gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði, jafnframt forstöðumaður kennaradeildar skólans frá stofnun hennar 1892–1908. Skipaður fræðslumálastjóri 1908 og gegndi því embætti til æviloka.

    Stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík 1910–1911 og 1912–1913 og við Kennaraskólann 1916–1917. Stofnaði gosdrykkjaverksmiðjuna Kaldá í Hafnarfirði 1898 og rak hana til 1908. Átti sæti í milliþinganefnd um skólamál 1886–1887. Formaður Dýraverndunarfélags Íslands 1915–1925.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1886–1900.

    Tímarit um uppeldi og menntamál (1888–1892). Skólablaðið (1908–1916). Dýraverndarinn (1915–1926).

    Æviágripi síðast breytt 8. febrúar 2016.

    Áskriftir